12.8.2013 | 19:30
Sweets for my sweet, og hugsað upphátt um græðgi
Eftir sumarfrí þá er maður búinn að vera að sulla í sykri og sælgæti, ís, baka kökur, borða nammi...
Um verslunarmannahelgina keypti ég mér Freyju karamellupoka til að maula á yfir helgina, svo á þriðjudeginum finn ég hann í töskunni minni, óátekinn. Löngunin hafði ekki verið meiri en svo að ég snerti ekki á honum. Nokkrum dögum síðar hugsaði ég ekki um annað en þennan karamellupoka og viljið þið vita ástæðuna?
Á mánudeginum hafði ég tekið þá ákvörðun að borða ekki sykur og sælgæti í eina viku. Og af því að ég má ekki fá mér eina karamellu þá auðvitað langar mér þeim mun meira í hana.
Maðurinn minn spurði mig afhverju ég henti ekki bara pokanum, en það kemur ekki til greina. Það væri dapur viljastyrkur að geta ekki setið á sér að borða nammi í eina litla viku! Og miðað við hvernið tíminn líður þá er nú ekki langt í að ég geti opnað pokann, nema þá hef ég eflaust engan áhuga ;)
Ég er nú ekkert að fara að taka sykur úr matarræðinu hjá mér, þetta er meira til þess gert að kúpla sig úr því að vera alltaf að borða sætindi og sykur. Ég er alveg á því að sælgætisát sé ekki af hinu góða, en í ALGJÖRU hófi getur maður fengið sér ís eða karamellu öðru hvoru.
Svo held ég að hvítur sykur sé verri en hrár, ekki að hrár sé hollur, heldur er hann ekki jafn unnin. Smá lesning.
Svo er ég alfarið á móti sætuefnum og ég vona að fólk spái aðeins í sykurlausum vörum stútfullum af aspartame sem er algjör skítur og aðeins samþykkt af FDA út af peningum og völdum.
Ágætis samantekt um Aspartame má nálgast hér...
Og þar sem ég er öll í samsæriskenningum þá versla ég ekki við stóru fyrirtækin (...eeemmm...eins lítið og ég get, sem er ansi lítið) og þar þarf maður að vera á tánum því þau eru sífellt að versla öll önnur fyrirtæki.
Er ekki við hæfi að setja inn mynd af afmælisköku sem ég gerði með Maltesers, sem er framleitt af MARS INC, áður en við höldum áfram...
Tökum Nestlé sem dæmi, það eru endalausir skandalar, einn sá versti var þegar þeir urðu valdir að dauða barna í þriðja heims ríkjum því þeir mæltu gegn því að börn fengju brjóstamjólk og fengju frekar formúlu mjólk frá nestle, sell sell sell!!! en þeir voru ekki að taka það fram að það þyrfti hreint og soðið vatn í formúluna og konur voru að blanda þetta með skítugu vatni því aumingja mæðurnar höfðu bara flestar ekki aðgang að hreinu vatni, ekki voru þeir með alla sína peninga að sjá til þess að þær fengju hreint vatn, nei þeir voru að selja þeim formúlu. DÆS...
Undir hatti Nestlé er ansi margt, hér er t.d listi.
Lesið þetta og hugsið ykkur svo tvisvar um áður en þið verslið Nestle fyrir börnin ykkar. Það er fullt af barnamat í boði í dag (sem oft er nauðsynlegt að geta gripið í) og kannski ögn dýrari, en það er oft ástæða fyrir því ef eitthvað er ódýrara.
Jæja, þessi færsla er aldeilis komin út í allt aðra sálma en ég upphaflega ætlaði mér, það er bara þegar maður kemst á flug þá leiðir eitt að öðru. Ég get haldið áfram, gosdrykkjaframleiðendur, skyndibiti...en látum þetta gott heita í þetta sinn.
Ég enda þetta á orðum forstjóra Nestlé því þessi maður þarf að græða meira og hvað getur hann gert næst?
Í stuttu máli er hann að segja:
Spáið í þetta næst þegar þið þurfið "food stuff".
Hvað finnst ykkur? Eiga allir að hafa rétt á vatni eða á að einkavæða allt neysluvatn?
Endilega horfið á þessa áhugaverðu sýn hans hér á youtube.
Þetta er svona grunnt í árina tekið hjá mér, ég er bara að hugsa upphátt...
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.