Barnaafmæli - Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum

Dóttir mín átti afmæli og við heldum litla afmælisveislu í tilefni dagsins.  við ákváðum að "less is more".  Það voru krakkar, kaka, kerti og blöðrur.  Fyrir henni var það hið fullkomna afmæli.

Ég á það til að fara fram úr sjálfri mér og gera roooosa mikið en í þetta sinn staldraði ég við og hugsaði, hvað borðar fólk og hvernig köku langar afmælisbarninu í.   Henni langaði í Dóru landkönnuðar köku.  NEI! Ég var ekki að fara að gera Dora the Explorer köku í fullri stærð úr fondant sem engum finnst gott.  Kökur eru til að borða ekki bara til að dást að...

Ég notaði Betty Crocker Devil´s köku,  mér finnst þær svo miklu betri en heimabakað og það er ekki eins og ég sé með hollustuna í fyrirrúmi hvort eð er.  

Svo klippti ég út Dóru landkönnuðar pappadisk og setti fígúrur á grillpinna og stakk í kökuna.  Sú þriggja ára var rosalega ánægð og fondant smondant, kakan var góð.

Ég var þó næstum búin að klúðra þessu þegar ég setti stjörnuljós sem var búið að beygja eins og tölustafinn 3 á kökuna en engin kerti.  Þá sagði mín, "Ég vil fá kerti til að blása á! ". Ég átti sem betur fer kerti.

 afmæli

Note to self...  Þetta eru börn, það eru hefðir, höldum okkur við þær.  Héðan í frá verða alltaf kerti á afmæliskökum :)

 hamborgarakaka02

Einu sinni gerði ég hamborgaraköku, það var samt alveg gaman.  Og reyndar var fondant bara inn í kökunni.

 

Heilsusamlega kakan kom úr uppskriftarsafni frá Ebbu Guðnýju skilst mér.  Ég fann uppskriftina hér.

 

döðlukaka 

Möndlu og 70 % súkkulaðikaka með döðlum  

  • 1 bolli döðlur, (leggja ´ibleyti í smá stund)
  • 1 bolli möndlur
  • 120 g 70 % súkkulaði
  • 1/4 bolli sykur
  • 3 msk hveiti
  • 1 teskeið vanilludropar
  • 3 msk vatn (vatnið sem döðlurnar lágu í)
  • 2 egg
  • 1 tsk lyftiduft
Blandið öllu saman.  Ég saxaði möndlurnar og súkkulaði gróft, en það mætti líka setja það í matvinnsluvél.

Setjið blönduna í form og bakið við 150°c í 40 mínútur.  Berið fram með rjóma eða Ís.  

Ég nota venjulegan sykur og hvítt hveiti (reyndar lífrænt og steinmalað en ekki spelt eins og upprunalega uppskriftin segir) 

döðlukaka

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband