Bestu uppskriftirnar 2012

Ég hef svo gaman af svona "top ten" og "best of", uppgjörinu í byrjun á nýju ári.  Ég byrjaði  að þýða uppskriftirnar mínar yfir á ensku fyrir þó nokkru.

Hugmyndin var að ég myndi gera mitt íslenska blogg og þýða það svo yfir á ensku en ég komst fljótlega að því að markhópurinn var svo ólíkur að þegar ég var búin að tuða um íslenskt verðlag eða SS pulsur þá einhvervegin átti það ekkert erindi til þeirra sem lesa bloggið á ensku, svo var ég að tala um norðurljós og eitthvað sem ég átti von á að íslenskir lesendur hefðu ekkert gaman að.  Úr varð að ég hef verið með sömu uppskriftir en ólíkan inngang.

Enn er ég að reyna að ákveða mig hvort ég eigi að halda áfram þessu röfli á íslensku eða bara láta enska bloggið duga þar sem flest allir skilja ensku jafn vel og móðurmálið.

Þar sem ég er ekki alveg tilbúin til að gefa íslenska bloggið upp á bátinn þá mun ég halda áfram að setja hér inn færslur en eflaust blanda þeim eitthvað saman við ensku uppskriftirnar.

Matarbloggið mitt er  http://thehousebythesea.wordpress.com

Ég tók saman lista yfir uppáhalds uppskriftirnar sem ég bloggaði um 2012.  Það má glöggt sjá að brauðmeti er í miklu uppáhaldi hjá mér þar sem pizzur og samlokur eru allsráðandi en einnig þónokkrir gómsætir sjávarréttir eins og hörpudiskur, humar og lax.  

top10 

Listann með mínum top 10 uppáhalds má finna á

síðunni minni The House by the Sea - Foodwaves

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband