Jóladagatal ...2 - Saltfiskur með kúrbít og eggaldin

Ætli það sé ekki gaman að vera jólasveinn, í skjóli skeggsins og fíflast.

Ég hitti einn við Fossá, hann var fyndinn.  Það kom fólk og bað um að fá að taka mynd af honum.  Þá sagði hann, ætliði að setja hana á facebook?  Svo spurðu þau, "Hvað heitir þú?" Stekkjastaur segir hann, þið getið taggað mig.  Nútímajólasveinn! 

christmas

Svo var farið á jólaball, mín situr spennt og fylgist með. 

 Þorláksmessa á morgun. Þá er komið að kæstu skötunni, ég er ekki mikið fyrir kæsta skötu en hef stundum fengið mér saltfisk í staðin.  Yfirleitt kýs ég að hafa saltfiskinn soðinn með kartöflum og nóg af smjöri.  Þetta er uppskrift sem ég rakst á í bók frá Sigga Hall.  Frábær réttur.

Saltfiskur með súkkíní og fleiru góðu

  • Saltfiskur, nokkur stykki (ca 2 flök)
  • Hveiti
  • 1 dl. ólífuolía
  • 1/2 eggaldin
  • 1/2 súkkíní
  • 1 dós tómatar, stewed
  • Smá hvítlauksrif
  • Basil, ferskt
  • Steinselja, fersk
  • Sérrí edik
  • Hlynsýróp
  • 1 dl gott hvítvín
  • Salt og pipar

Veltið fiski upp úr hveiti og steikið ca 2 mín á hvorri hlið á pönnu eða þar til hann er eldaður.  Leggið til hliðar

Steikið upp úr olíu eggaldin, súkkíní sem er skorið í fremur smáa teninga og hvítlauk.  Bætið við tómötum og kryddi, svo sérrí ediki (sem ég reyndar sleppi því ég á það aldrei) hvítvíni (aldrei nota vont hvítvín í matargerð).  Látið malla.

Setjið svo allt í eldfast mót og salfisksstykkin ofan á og berið fram með t.d litlum smjörsteiktum kartöflum.

 

22...

calendar22


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband