Jóladagatal ...12 - Og hvað fékk ég í kvöldmat?

Rosalega endaðu matarplön gærdagsins undarlega.  Ég fór í búðina til að ná í agúrku og vorlauk því ég ætlaði að hafa peking önd kjúklingaleggi.

Þegar í búðina var komið langaði mig allt í einu í "Pulled Pork".  Það er smá vesen þannig að ég vissi að ekki yrði af því.  Þá langaði mig í hamborgara.  Eða eitthvað djúsí amerískt slís í anda DinersDrive-ins and Dives á Food Network (Ekki mjög frumleg hugsun því ég var í búð sem auglýsti ameríska daga og var með stórt plakat með 100 mismunandi hamborgarahugmyndum, very Darren Brown eitthvað...)

Þegar ég fattaði hvað ég var ófrumleg á AMERÍSKUM DÖGUM þá allt í einu langaði mig svakalega í Indverskt.  Ég fór því og sótti mangó til að gera mango chutney.  Og á bakaleiðinni sá ég eitthvað sem varð til þess að ég gat alveg hugsað mér girnilegan Kebab. 

Þetta var komið út í rugl, ekki í fyrsta sinn.  Og þegar heim var komið þá endaði þetta á að ég var ein í mat og fékk mér ristað brauð með osti og sultu.  BÖMMER! 

En hvað ég fæ í kvöldmat, ég nenni ekki að elda og bað um pizzu í kvöldmat, heimagerða að sjálfsögðu.  Þannig að nú sit ég hér spennt og bíð eftir kvöldmatnum, en ég á enn agúrku, vorlauk og mangó inn í skáp.  Það má gera eitthvað skemmtilegt úr því síðar.

Þessi stjarna finnst mér flott og það er eflaust ekki mikið mál að gera svona sjálfur.

www.annixen.blogspot.se/

stjarna 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá er að opna glugga númer 12 á þessari vinsælu dagsetningu 12.12.12

calendar12 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband