10.12.2012 | 21:54
Jóladagatal ...14 - Kjúklingasúpa fyrir sálina
Þið hafið heyrt orðatiltækið "Chicken soup for the soul". Það er margt satt í þeim orðum. Ég var með veika fjölskyldumeðlimi og ákvað því að henda í eina slíka. Ég lét vita að þetta væri engin venjuleg súpa heldur " Chicken soup for the soul". Hvar lækningarmátturinn í þeirri súpu liggur er spurning því þær eru eflaust jafn misjafnar og þeir eru margir sem elda hana.
Ég fyllti mína af hvítlauk, engifer og chili, íslensku grænmeti og heimagerðum kjúklingakrafti.
Kjúklingasúpa fyrir sálina
- 2 Kjúklingabringur
- gulrætur
- Paprika
- Laukur
- Fennel
- Hvítlaukur
- Engifer
- Chili
- Karry de lux
- Salt
- Pipar
- Kjúklingakraftur (ég fékk minn með því að sjóða nokkur læri)
- 1 dós kókósmjólk
- 1 dós tómatar, chopped
- 1/4 peli rjómi
Saxa og svita grænmeti. Bæta við kryddum, kókósmjólk, tómötum og rjóma í l lokin. Ég steiki kjúklingabringuna á annarri pönnu, sker kjötið í munnbita, krydda með salti og pipar og brúna létt áður en ég bæti út í eins og 2 dl af vatni, set lok á pönnu og læt malla þar til kjúlkingurinn er tilbúinn, sný bitunum við öðru hvoru. Þá bæti ég honum við súpuna. (ég er með salmonellufóbíu).
Kjúklingsoðið fékk ég með því að brúna nokkra leggi á pönnu og bætti við vatni svo rétt flaut yfir. sauð þar til kjötið var eldað. Át þá leggina (má skella á þá bbq sósu) en setti soðið í skál og inn í ísskáp. Svo fleytti ég af mestu fitunni sem settist á soðið þegar það var orðið svona eins og jelly.
Mér finnst betra að gera soðið sér, ég hef sett leggi og dót í sjálfa súpuna en okkur fannst það ekki nógu gott, ég vil geta fleytt eitthvað af fitunni af áður en ég nota soðið.
Og áfram flýgur tíminn, dagur 10
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.