Jóladagatal ...15

Það var einn sunnudag að við hittum vinafólk, fengum okkur vín og góðan mat.  Nema í stað þess að setjast niður og borða klukkan sjö þá byrjuðum við klukkan þrjú.  Við elduðum allan daginn smárétti sem við skoluðum niður með góðu víni.  Svo vorum við þess í stað komin heim á kristilegum tíma og vöknum líka hress og kát á mánudagsmorgni.  Þetta var frábær leið til að eyða sunnudegi.

Fyrsti rétturinn sem var borinn fram var lax með appelsínusafa og fleira góðu en ég kom með uppskriftina að honum um daginn, hana má finna hér.

feast

Það var einnig boðið upp á Quinoa buff, baunaídýfu með ferskum mozzarella, steik sem var fullkomnlega elduð og í eftirrétt var grísk jógúrt með bláberjum og krækiberjum. 

greek yogurt

Grísk jógúrt með berjum og mintu

  • Grísk jógúrt
  • Alvöru Maple sýróp eða gott hunang
  • Ber
  • Fersk minta

Blandið sýrópi (eða hunangi) við jógúrt.  Skreytið með berjum og ferskri mintu.  Það eyðileggur eflaust ekki réttinn að spæna smá súkkulaði yfir.

Dagur 9…

calendar09


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband