6.12.2012 | 12:57
Jóladagatal ...18 - Lax í appelsínu-soya legi
Flott snjókornajólaskraut. Hér er template frá VintageJunkie.com.
Ég fékk þessa fínu uppskrift hjá vini. Brilliant forréttur og ef þið þurfið að taka með ykkur rétt í jólaboðið þá er þessi snilld. Léttur og ferskur..
Lax í appelsínu-soya legi
- Safi úr ferskri sítrónu
- Safi úr ferskri appelsínu
- Soyasósa
- Ferskt engifer
- Fresh chili
- Ferskt kóríander
- Ferskur lax
Skerið engifer, chili og kóríander smátt og blandið við safana og soya. Skerið fiskinn í munnbitastærð. Blandið honum saman við löginn rétt áður en þið berið hann fram, kannski 30 -60 mín áður. Því lengur sem laxinn liggur í leginum því meira eldaður verður hann.
Dagur 6
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.