Farro og cannellini með risarækjum

Ég fékk þó nokkrar frábærar uppskriftir eftir að ég var andlaus þarna um daginn.

Ég fékk eina uppskrift af Quinoa salati, sú sem sendi mér hana hafði fengið hana hjá öðrum bloggara, gert hana að sinni og nú tók ég hennar uppskrift og gerði að minni, því ég átti ekki Quino, en ég átti Farro, svo átti ég ekki svartar baunir heldur Cannellini baunir.  Það væri einnig hægt að nota bankabygg í staðin fyrir Farro, nú eða Quinoa.

Þið getið kíkt á uppskriftirnar og séð hvernig þær þróast og jafnvel  gert ykkar eigin útgáfu af minni uppskrift.  Ég líki þessu við hvísluleik, einn segir eitthvað orð og þegar sá síðasti í röðinni hvíslar orðið þá er það orðið að einhverju allt öðru...

Hér er upprunalega uppskriftin:
Mango and Avocado Quinoa Salad with Blackened Shrimp

Sú sem gaf mér uppskrift af sínum rétti, Trials in food:
Recipe (adapted from Daily Crave)

Hér er mín uppskrift:

farro 

Farro og cannellini með risarækjum, frá Trials in food 

  • 1 bolli Farro (soðið í 40 mín eða svo)
  • 2 rauðar paprikur
  • 3 gulrætur
  • 1 bolli Cannellini baunir (úr dós eða soðnar)
  • 3-4 vorlaukar
  • 1/2 agúrka
  • 2 tómatar
  • 1/2 bolli maískorn, lífrænt ræktuð helst
  • 2-3 msk ólífuolía
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • Risarækjur (ca 12)
  • Kryddblanda á rækjur, égnotaði papriku, oregano, hot pizza spice mix frá Pottagöldrum, salt og pipar.

Sjóðið baunir (ef þær eru ekki úr dós) og Farro.  Skerið grænmetið smátt.  Steikið rækjurnar, (blackened). Setjið allt í skál, blandið vel saman og berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með t.d fiski.

Meira um Blackening hér.

- Salat í þróun -

Daily Crave

Trials in food

The House by the sea – foodwaves

(Þú) 

northern 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband