3.10.2012 | 08:50
Sýrður rjómi - heimagerður og betri en nokkur annar...og einfalt
Eitt hráefni eins og svo oft áður en þessi sýrði rjómi eða öllu heldur Creme Fraiche er frábær. Þú einfaldlega lætur súrmjólk leka í gegnum kaffisíu í örfáa klukkutíma, ætli það taki ekki um 1-2 klst að fá um 1 dl.
Þegar súrmjólkin hefur runnið í gegnum síuna ofan í bolla þá stendur þú uppi með mysuna í bollanum og þennan fína Creme Fraiche í kaffisíunni, tilbúin til notkunar.
Það er nefnilega munur á sýrðum rjóma og creme fraiche, og ég veit ekki til þess að það sé hægt að kaupa creme fraiche í búðum hér á Íslandi. Þessi uppskrift kemst nær því að vera creme fraiche, en það má víst gera hann með því að hræra saman rjóma og súrmjólk, en alla vega þá er þetta frábær aðferð að einfaldlega sía súrmjólk.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.