Masterchef á Íslandi - ég yrði send heim fyrst

Ég tók Top Chef moment í eldhúsinu um daginn.  Kærastinn gaf upp 2 hráefni og svo mátti ég bæta við tveim hráefnum og ég hafði 2 mínútur til að elda.

Þetta endaði í að ég bætti við 3 hráefnum og var að í næstum 3 mínútur. 

Svo var komið að honum.  Ég gaf honum 2 hráefni, melónu og hnetusmjör.  Hann mátti bæta við 2 hráefnum og hafði 3 mínútur.  Hann bætti við rjóma og heitt kakó sem ég hafði gert fyrr um daginn og var orðið kalt út á borði.

Ég væri sem sagt ekki að gera góða hluti í svona þáttum.  Ég er búin að horfa á ansi margar seríur af Top Chef bæði afmeríska og Kanadíska og hef gaman að.  (Langar að horfa frönsku útgáfuna). Það verður fróðlegt að sjá þá Íslensku.

En ég er ekki að grínast með að ég myndi ekki gera góða hluti í þessum þáttum.  Ég dáist af fólkinu fyrir hugmyndaflugið að réttunum sem þau gera miðað við hráefni sem þau hafa og tímanum.  Það er aðallega þetta tímaspursmálið sem myndi stressa mig upp úr öllu valdi.

Melónurétturinn hjá kærastanum var afbragð.  Hann þeytti saman rjóma, hnetusmjör og skvettu af kalda "heita" kakóinu og bar það fram á melónusneið.

Hnetusmjör og rjómi þeytt saman = frábært! 

Kærastinn lét mig fá ferska basil og engifer og ég bætti við baguette sneið, sesamfræjum og það þriðja (svindlið) var olía til steikingar, þannig að úr varð snitta sem smakkaðist ágætlega, engin snilld samt.  

En hér snilld, réttur sem ég bloggaði um fyrir þó nokkru og er vel þess virði að rifja upp.

Svona gerði ég hann síðast:

avocado 

Humar og avocado (Uppskrift miðað við 4)

 

  • Slatti af Humarhölum, skelhreinsuðum (einnig hægt að nota tígrisrækjur)
  • 2 Avocado, þroskaðir og vel mjúkir
  • Hvítlaukur, kannski 1-2 rif
  • 1/2 rauðlaukur 
  • 1/2 rauð paprika
  • Smjör, til að steikja, 2-3 msk, eða bara eftir smekk

 

Paprika, rauðlaukur og hvítlaukur skorið smátt og léttsteikt á pönnu í íslensku smjöri.  Humar steiktur með í ca 2-3 mín í lokinn.

Skerið avacadoinn til helminga og takið hann úr hýðinu og skerið í fremur grófa bita.  Blandið við humar og grænmetið í skál.  Hreinsið vel báða helminga hýðisins og notið sem skálar, setjið gumsið ofan í og berið fram.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband