Lax með bláberjum og garðablóðbergi

Vinir okkar buðu okkur í mat um daginn.  Á boðstólnum var lax, reyktur með birki á útigrillinu.  Þar sem við vorum í sumarbústaðnum þá var farið út að tína krydd á laxinn, bláber, krækiber og garðablóðberg.

lax 

Þau skáru niður birkigreinar og settu í botninn á álboxi, því næst kom laxinn á grind og svo lox og öllu pakkað inn í álpappír með smá loftgötum.

lax 

Það tók um 20 mínútur að elda laxinn.

lax 

Uppskriftin gæti hljóðan einhvernvegin svona...

Reykeldaður lax

  • 1 laxaflak
  • Salt og pipar
  • Krækiber
  • Bláber
  • Garðablóðberg
  • Birki til að reykingar

Skerið birkið í bita og setjið í botninn á boxinu.  Kryddið laxinn og setjið hann á grind ofan á boxið og svo lok og álpappír eins og ég sagði frá hér áðan.  Leggið boxið á heitt útigrillið og eldið laxinn þar til hann er tilbúinn.  Það tók um 20 mínútur í þetta sinn.

svartá 

Svartá 

svartá

svarta2 

svartá 

 

THE HOUSE BY THE SEA Á FACEBOOK 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumir eru líka svo heppnir að eiga svona reykkassa fyrir birkið. Ég erfði einn eftir hann pabba minn og hef notað hann í þessum sama tilgangi og álboxið í botninum. Alveg brilljant og fæst m.a. í veiðibúð í Síðumúlanum sem ég man ekki í svpinn hvað heitir. Svona má líka elda lambakjöt eða hvað eina sem vill.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 12:21

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Einmitt. Laxinn var forréttur og lambið fékk reykleifarnar af laxinum og sömu kryddmeðferð. Alveg brilliant.

En frábært að eiga svona reykkassa. Þetta er svo skemmtileg eldamennska.

Soffía Gísladóttir, 17.8.2012 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband