28.6.2012 | 12:34
Útieldhús er draumurinn
Mig dreymir um útieldhús. Það er svo sem ekki mikið mál að skella upp einhverri aðstöðu og það er á teikniborðinu þar sem við erum að byggja draumahúsið í sveitinni.
Veðrið er kannski ekki upp á marga fiska alla daga en það koma dagar og þá er það svo þess virði að hafa góða aðstöðu til að geta dúllað sér í matargerð og boðið vinum og fjölskyldu í brunch, lunch eða dinner... Ég er ekki sólbaðstýpa en að geta verið úti að elda, þá er tímanum í sólinni vel varið.
Ég skellti litla ofninum mínum út á hlað um daginn og bakaði flatkökur í sólinni. Það kemur oft bræla þegar maður bakar flatkökur inni á hellu þannig að það var frábært að sitja út í sólinni og baka. Mjög afslappandi!
Ef þið eigið svona lítinn sumarbústaðarofn þá er brill að fara út á svalir eða pall og skella í nokkrar flatkökur í næsta góðviðri.
Ég á ekki grill þannig að ég veit ekki hvernig það kemur út að grilla þær, en um að gera að prófa, örugglega mjög gott. Muna bara svo að stinga kökunum í vatn þegar það er búið að baka þær áður en þær fara inn í rakt viskastykki eða plast.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.