Hádegisverðarklúbbur og mér var boðið

Þær eru nokkrar stelpur sem hittast reglulega í Brunch.  Síðast hittust þær hér hjá vinkonu minni og nágranna í Kjósinni og ég var svo heppin að vera boðið að vera með og fá því að kynnast þessum stelpum og borða matin þeirra.  Það er miklar kröfur gerðar hvað varðar matargerð og mikið lagt upp úr góðu hráefni og góðum mat.

Ekki spillti fyrir að veðrir var brilliant og hægt var að sitja úti á palli allan daginn og njóta kræsinganna

brunch 

Þær buðu upp á mintu salat, basil pasta, kúrbítssmárétt, kryddjurta kokteil, hrísgrjónavefju, rækjusalat og banana kókós eftirrétt með basil svo fátt eitt sé nefnt.  Þemað að þessu sinni var Ferskar kryddjurtir.

Þegar maturinn var komin á borðið gleymdi ég alveg myndavélinni og tók því ekki fleiri myndir en naut þess í stað matarins, félagsskapsins og ekki síst veðurblíðunnar sem er svo kærkomin,. 

ponnukokur 

Ég bauð upp á bleiku pönnukökurnar með salvíu, borið fram með sýrðum rjóma og stökku beikoni.

Ég minni ykkur á síðuna mína, húsið við sjóinn.  Þar er hægt að leita eftir uppskriftum með "search" og "tags" og eins eru þær flokkaðar hjá mér að einhverju leiti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband