Hveiti

Ég fékk mjög gott hveiti hjá Frú Laugu. Ekki það ódýrasta í bænum en það er lífrænt ræktað og steinmalað af fjölskyldufyrirtæki í Piemonte á Ítalíu. Mér fannst mjög gott að baka úr því.  Ég prófaði bæði fínt og hart hveiti.

hveiti 

Hjónin í Frú Laugu bentu mér á að prófa að nota 50/50 af hörðu og hvítu hveiti við pizzabakstur og það kom vel út. 

brauð 

Ég skellti líka í nokkur brauð sem smökkuðust vel með að dýfa í smá af ólífuolíunni frá Sikiley og Maldon salt.

Næst ætla ég að prófa að gera þetta brauð.

Og fyrir þá allra hörðustu í samsæriskenningunum þá er hér grein um hveiti. Hvað er satt eða logið veit ég ekki. Ágætt er að lesa allt með fyrirvara og fylgja eigin sannfæringu.

Það er eflaust meiri fróðleikur um hveiti í þessari bók, White bread, sem er einmitt á listanum mínum yfir lesefni sumarsins.

Ég veit bara að ég get ekki sagt skilið við hveiti.  Pizza, brauð, pasta...svo yndislega gott.  Þá kaupi ég líka bara þau hveiti sem mér finnst girnileg og borða með góðri samvisku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband