24.4.2012 | 16:19
Páskarnir eru bara einu sinni á ári...Berja-Sorbet
Maður heyrir oft, "en þetta er bara einu sinni á ári". Ég hef staðið mig að þvi að segja þetta of oft undanfarið! Það eru jól og páskar og sumardagurinn fyrsti og afmæli og sumarbúðstaðarferð, sprengidagur, bolludagur, öskudagur og og og...
Úr varð að ég hef ekki keypt sælgæti síðan um páskana!
Önnur vinsæl setning hjá mér er: Það er í lagi að leyfa sér þetta endrum og eins, orð að sönnu en þá þarf maður líka að hafa góða skilgreiningu á "endrum og eins".
Ég hef verið að nota frosin ber í ýmislegt undanfarið. Ég bý reglulega til "sultu" eða sýróp eða þá sorbet. Ég hef ekki keypt sultur út í búð lengi. Hér stjórnar maður sykurmagni og maður getur notað ýmis önnur sætuefni eins og t.d döðlur.
Það eru svipaðar aðferðir við þetta en svo fer ég að þegar ég geri Sorbet. Þetta er eitthvað sem maður getur leyft sér endrum og eins...
Berja-Sorbet
- 3 bollar frosin ber
- 1 bolli sykur
- 2 bollar vatn
- Safi og zest af sítrónu
- 3 msk appelsínusafi
Blandið öllu í pott og látið suðu koma upp. Lækkið hitann og leyfið malla í 10 mín. Setjið þetta í blender og maukið. Sigtið mestan vökva frá. (Geymið vökvann sem þið sigtið inn í ísskáp, það er gott sýróp). Látið blönduna í ílát sem þolir frost og inn í frysti í a.m.k 3 klst.
Ég er ekki með ísvél þannig að þetta verður harður klumpur og því gott að taka hann út úr frysti örlítið áður en þið ætlið að bera hann fram.
Sömu uppskrift er hægt að nota sem sultu og sleppa því að setja þetta í frysti og ég set hana ekki í blender, heldur bara beint í ísskáp. Þetta mun ekki hlaupa eins og sulta en er rosalega gott, og frábært með pönnukökum og rjóma, sem maður leyfir sér endrum og eins.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.