Heimagerðar asískar núðlur og wok

Það hefur alltaf verið á dagskrá hjá mér að gera asískar núðlur, og loks lét ég vaða.  Þær eru í sjálfu sér svipaðar í gerð og ítalskt pasta.  Sem sagt, ekki flókið, smá dútl og algjörlega þess virði.

Það er hægt að nota pastavél til að fletja þær út og skera, eða þá bara kökuefli og hníf.  Nema þið séuð núðlugerðameistarar og getið teygt þetta út í höndunum, stefnan er að sjálfsögðu tekin á að mastera þá list.  Þessi hér er nokkuð góður...

Ef þið sláið inn hand pulled noodles á youtube koma upp þó nokkur myndskeið. 

 núðlur

Heimagerðar asískar núðlur

  • 1 3/4 bollar ískalt vatn (1 bolli er 2,4 dl)
  • 1 tsk salt
  • 1/2 kg hveiti
  • 1 eggjarauða

Blandið salti og eggjarauðu við vatnið.  Setjið hveiti á borð eða í skál, myndið holu og hellið vatninu smám saman við hveitið þar til þið eruð komin með gott deig.  (það fer eftir hveitinu hversu mikið af vatninu þið þurfið). 

 núðlur

Hnoðið deigið í höndum í korter þar til það verður mjúkt og flott.  (Eða í Kitchen aid)

Hvílið deigið í nokkra klst við stofuhita. (3-8 klst)

Rúllið því út í núðlur, með pastavél eða kökukefli og skerið það niður í núðlustrimla.

Sjóðið í nokkrar mínútur, 4- 7 mín.

núðlur 

Wok

  • 1 paprika
  • Ferskur chile
  • 3-4 hvítlauksrif
  • 1 msk ferskur rifinn engifer
  • Ferskur kóríander
  • Rifin lime börkur af einni lime
  • Vorlaukur, 2-3 stk
  • 3-4 msk jarðhnetuolía til steikingar
  • 2-3 msk Thai sweet chili sauce
  • 1 msk soya sósa
  • Lúka af salthnetum (sem ég var búin að mylja)

Steikið allt á wok, bætið við hnetum, kóríander, soya og thai sósu í lokin.

Blandið núðlunum saman við og berið fram með Thai sweet chili sauce og soya.

Þið getið leikið ykkur með grænmetið, síðast notaði ég þessa uppskrift og hún var ótrúlega góð, þar á undan notaði ég meira af grænmeti, t.d sveppi og gulrætur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband