Eldhúsbréf

Hér eru nokkrar fyrir og eftir myndir af eldhúsinu. Loksins er búið að tengja fyrir mig gashellurnar mínar. En hvað það er gaman að vera komin með gashellur. Það hafa verið þó nokkrar framkvæmdir í eldhúsinu undafarið.

Ég datt niður á mynd sem ég tók af eldhúsinu þegar það var mjög hrátt og allt þar inni tímabundið.

eldhús

Allar hillur og eldhúsbekkurinn eru úr mótatimbri og gamalli hurð.  Gamla hurðin, enn með hurðarhúninum er enn notuð sem eldhúsborðplata, það er mjög sætt en ekki mjög praktískt þegar kemur að þrifum þannig að því miður mun hún víkja fljótlega fyrir flísalagðri borðplötu.

eldhus 

Sú mynd minnti mig á að vera dugleg að taka myndir af þróuninni, það er nefnilega gaman að fylgjast með eldhúsinu mótast og verða svo loks eins og ég vil hafa það.

Ég hef verið dugleg að safna hugmyndum á pinterest "mood board" ið mitt. Það var fyndið að sjá hvað ég hef líka verið dugleg að fylgja eftir þeim hugmyndum sem ég hef fundið og líkað.

Sérstaklega fannst mér sniðugt þegar ég fattaði að ég var greinilega undir miklum áhrifum frá þessari hugmynd.

inspire_01 

Eins og sést kannski hér á hilluberum, hillum og ljósinu : )  Við ákváðum að skella á vinarlegum grænum lit á vegginn í staðin fyrir hvíta sem fyrir var. Það gerir þetta meira sveitó, svona fyrst við erum í sveitinni.

eldhus4 

Svo fann ég þessa bleiku hillu, liturinn var nú ekki það sem heillaði  mig, heldur vantaði mig svona diskarekka.  Þannig að ég hugsaði sem svo að það er hægt að mála, en ég ætla að leyfa hillunni að vera bleikri þar til ég fæ leið á þvi.

Svo vantar bara diska í hilluna.  Þessir einlitu hvítu sem ég á voru ekki að dansa þannig að þetta fær að vera kryddhilla þar til ég finn mér fallega diska.

hilla 

Eldhúsið er enn í vinnslu, það verður tekinn skurkur um næstu helgi og þá get ég tekið betri myndir og frá sama sjónarhorni og efsta myndir hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband