Granóla bar - nammi

Ég er búin að vera að gera tilraunir og sanka að mér granóla bar uppskriftum. Var með eina góða um daginn, en nú bætti ég við hnetusmjöri og salthnetum, en sleppti sykri.

Þetta var ótrúlega gott, algjört sælgæti en samt hollara. Ég er ekki vön að eiga amerísk morgunkorn á heimilinu en það var afgangur af Rice Krispies síðan ég var að baka fyrir barnaafmælið og ég notaði það einnig, very good!

Svo skar ég frá endana sem voru ljótir en þeir voru líka borðaðir, ekki verri þótt þeir væru ekki fallegir! 

granola 

Granola bar með hnetusmjöri 

 

  • 1 1/2 bolli Rice Krispies
  • 1 1/2 bolli musli (ég á eitthvað frá Himnesk Hollusta)
  • 1/2 bolli sýróp eða hunang
  • 1/2 bolli hnetusmjör (ég var með eitthvað lífrænt og fínt)
  • 1/2 bolli rúsínur
  • 1/2 salthnetur og heslihnetur (eða hvaða fræ og hnetur sem er)
  • 1/3 bolla smátt skorið 70% gæða súkkulaði

 

Setjið álpappír eða bökunarpappír í form.

Setjið Rice Krispies, musli, rúsínur og hneturí skál.

Hitið sýróp eða hunang í pott undir meðal hita.  Takið af hellu og hrærið saman við hnetusmjöri.

Hellið því yfir þurrefnin og blandið vel saman.

Helli þessu í eldfasta fatið og þrýstið því vel niður svo það haldist saman þegar það kólnar.

Kælið. 

Skerið í hæfilega stóra bita.  Mínir voru eins og Mini Snickers.  

Eini gallinn við þessa uppskrift er að nú þarf ég að kaupa meira Rice Krispies til að búa til meira!  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband