27.3.2012 | 09:35
Einfaldur jógúrtís, engin sykur - bara hunang
Þetta er einstaklega einfaldur ís. 3 hráefni, jógúrt, hunang og ber.
Jógúrtís
- 1/2 L grísk jógúrt (eða venjuleg)
- 1,2 dl hunang
- 2,5 dl ber (ég notaði fersk bláber og jarðaber, mættu líka vera frosin ber)
Blandið saman jógúrti og hunangi.
Saxið berin, eins smátt og þið viljið og blandið við jógúrtið.
Ég tók helminginn af berjunum og maukaði með töfrasprota við jógúrtið.
Ég lét svo hinn helminginn vera fremur smátt skorið, bláberin þó bara til helminga. Bara smekksatriði...mætti alveg mauka allt eða ekkert og allt þar á milli...
Ég setti part af blöndunni í frostpinnaform og rest í kassalaga plastform. Frystið í a.m.k 3 klst.
Þegar ég bar fram ísinn úr kassanum þá skar ég hann í sneiðar (eins og ef ég væri að skera brauð í sneiðar).
Þetta er ís sem má þróa. Ég sé alveg fyrir mér að gera jarðaberjasýróp og blanda smá af því saman við. Þá yrði þetta jógúrt ís og sorbet í einum.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.