Döðlubrauð, sætt og sykurlaust

Ég fann þessa ágætu uppskrift á pressunni og ætla að henda henni hérna inn því ég á kannski eftir að gera þetta einhvern tíma aftur.

Ég er búin að færa inn vandræðalega mikið af sykruðum uppskriftum upp á síðkastið.  Og kosturinn við þessa uppskrift er að það er engin sykur í henni en þess í stað eru bæði döðlur og bananar.

döðlubrauð 

 Döðlubrauð

  • 200 gr. döðlur
  • 2,5 dl. soðið vatn
  • 2 egg
  • 2 msk. brætt smjör
  • 2 bananar
  • 1 tsk. lyftiduft (hveitilaust úr Yggdrasil eða bara venjulegt)
  • 1 tsk.Matarsódi 1/2 tsk. sjávarsalt.
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 300 gr. speltmjöl

döðlubrauð

Saxið döðlur smátt og leggið í bleyti í sjóðandi vatni.  Látið kólna.

Þeytið saman egg og smjör, bætið við bönunum og þurrefnum.

Hrærið vel.  Sigtið vatnið frá döðlum og blandið við deigið.

Bakið í kringlóttu formi í 25-30 mín eða formkökuformi í ca 40 mín við 175°c.

IMG_3233 

Ég bakaði þetta í kringlóttu formi í hálftíma og skar hana svo til helminga og því næst í sneiðar.

Best nýbakað svo smjörið bráðnar á brauðsneiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband