17.2.2012 | 10:14
Frábærar Brownies, með smá "tjúí" áferð
Ég baka mjög sjaldan súkkulaðikökur eða Brownies, finnst þær oft verða þurrar og lítið spennandi hjá mér.
Annað hvort er ég að skána í bakstrinum eða hef dottið niður á góða uppskrift, ég held bæði. Þessar Brownies voru ótrúlega skemmtilegar, hvernig úskýrir maður chewy - þá er ég ekki að meina seigar heldur karamellu chewy stemmning.
Ég á eftir að gera þessar aftur.
Brownies
- 140 g smjör
- 280 g sykur
- 80 g kakó
- 1/4 tsk salt
- 1/2 tsk vanilludropar
- 2 egg (köld)
- 70 g hveiti
Hitið ofninn á 160°c
Setjið smjörpappír í eldfast mót eða notið það kökumót sem þið erum vön, mitt var um 20x30 cm. Og smjörpappírinn náði upp á sitthvora brún þannig að ég gat togað kökuna upp þegar hún var bökuð.
Bræðið saman smjör, sykur, kakó og salt.
Setjið smjörblönduna í þá skál sem þið ætlið að hræra þetta saman í (ég nota Kitchen Aid) þegar smjörið hefur kólnað aðeins. Bætið við vanilludropum. Bætið við eggjum, einu í einu.
Þegar þetta er orðið vel glansandi og vel blandað saman bætið þá við hveitinu og hrærið því vel saman við. (Það tekur ekki langan tíma í hrærivél, talað var um 40 strokur með sleif)
Dreifið úr deiginu í eldfasta formið.
Bakið í 25 - 30 mínútur, þannig að þið sjáið að hún er enn rök (moist) í miðju ef tannstöngli er stungið í hana.
Takið kökuna úr forminu og skerið í hæfilega bita og borðið hana helst volga og ekki er slæmt að fá sér rjómaklessu eða vanilluís með. Lítill hjálparkokkur var mjög hrifin af þessari köku bæði áður og eftir að hún fór í ofninn.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.