Alíslenskt brauð, allt hráefnið framleitt hér á landi

Eitt af því sem ekki er hægt að kaupa ef maður er að borða íslenskan mat er alíslenskt brauð.  Því varð ég að láta reyna á að búa til eitt slíkt og var ekki mjög bjartsýn á útkomuna.  En viti menn, það var vel ætt.... :)

íslenskt brauð 

Íslenskt brauð 

  • 150 g íslenskt heilhveiti
  • 150 g íslenskt byggmjöl
  • 1 tsk íslenskt salt
  • 2 tsk íslenskt hunang
  • U.þ.b 300 g mjólk

Hrærið hunangi í mjólkina.  Þurrefnum blandað saman, svo mjólkin út í.  Öllu hrært lauslega saman með sleif. 

Setjið í bökunarform með smjörpappír í botninn.

Bakað við 200°c í 50 - 60 mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband