Barnaafmæli

Ég var að baka fyrir barnaafmæli, það var bara sykur og sukk í boði. 

Á boðstólnum var meðal annars:

  • Pig in a blanket
  • Súkkulaðikaka
  • Rice krispies bitar

Ég veit nú ekki hvort það sé til einhver sniðug íslensk þýðing á pig in a blanket en það er nú ekki flóknara en pulsubitar í pizzadeigi.  Þetta er eitthvað sem slær alltaf í gegn.  Úr einum 10 stk pulsupakka fást 40 stk.  Ég gerði tvöfaldan skammt og það ást upp til agna.

Ég verð að finna afsökun til að gera þetta aftur fljótlega því ég steingleymdi að mynda dýrðina.

Pig in a blanket (40 stk)

  • Pizzadeig
  • 1 stór pulsupakki (10 stk)

Deig:

  • 1/2 L volgt vatn
  • 3 tsk þurrger
  • 12-14 dl hveiti
  • 1/2 dl olía
  • 2 msk sykur

Blandið öllu saman í kitchen aid (bætið hveitinu við eftir þörfum) og hnoðið rosalega vel.  Látið hefast í 1-2 klst.  Sláið niður og skiptið deiginu í 40 bita.  (Skiptið fyrst deiginu í 4 parta og svo hverjum af þeim í aðra 5).

Skerið pulsurnar í 4 parta, einfaldast er að taka allar pulsurnar í einu og skera þær allar í einu fyrst til helminga og svo þá parta aftur til helminga.

Stingið pulsubitunum inn í hvern deigbita.  Raðið fremur þétt á ofnplötu.  Þeir mega snertast þegar þeir eru búnir að hefast, það má svo rífa þá í sundur þegar þeir koma úr ofninum.

Leyfið hefast undir klút í hálftíma.  Bakið í ofni í 10 - 15 mín.

 

Ég fann á netinu svo rosa flott skreytta köku sem er ótrúlega einföld.  Kitkat og m&m.

kaka

Kaka

  • Súkkulaðikaka á 3 hæðum eða þannig að hæðin sé aðeins minni ein lengd á kit kat.
  • Krem
  • Kitkat
  • m&m

Ég var bara með tvo botna, hélt að þeir yrðu hærri þannig að ég varð að skera kitkatið til helminga, en mæli alveg með að gera stærri kökuna.

Hér er linkur á eina svona flotta.

 

Næst kem ég með uppskrift af awesome rice crispies bitum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband