4.1.2012 | 20:04
Hófsemin og hollustan
Hófdrykkja: Eitt glas á dag. Ekki fleiri en sjö glös á viku, þó aldrei fleiri en þrjú á dag.
Ég fór að velta þessari skilgreiningu fyrir mér nú þegar allir ætla að byrja nýtt ár með nýjum heitum. Ég velti því fyrir mér hvort það væri þá ekki hægt að heimfæra þessa skilgreiningu á aðra siði (eða ósiði). Til dæmis gosdrykkju, kaffidrykkju og reykingar. Því eins og máltækið segir víst þá er allt gott í hófi...hvað sem svo er satt eða logið í því.
Svo er það spurning með skyndibitann. Einn Mcdonalds á dag. Ekki fleiri en sjö Mcdonalds á viku, þó aldrei fleiri en þrír Mcdonalds á dag.
Döðlu og apríkósu "kaka"
Þessi kaka (eða massi) er hugsuð með ostum og kexi eða góðu baguette. Hún var á stærð við meðal undirskál hjá mér, ca 15 cm í þvermál.
- 1 poki möndlur (um 200 g)
- 1 poki heslihnetur
- 250 g döðlur
- 200 g apríkósur
- 3-5 msk appelsínusafi
- Smá slurkur koníak eða vatni (ég notaði reyndar vodka) til að hræra saman möndlur í marsípan.
Setjið möndlur og koníak eða annan vökva í matvinnsluvél og hrærið þar til úr verður marsípan klumpur. Takið hann frá og setjið döðlur og apríkósur ásamt appelsínusafa í matvinnsluvélina sem og marsípan, en bara smám saman þar til það maukast vel. Svo koma hneturnar og allt maukað mjög vel.
Mótið þetta í hálfkúlu, setjið á smjörpappír og inn í ofn á 150° c í hálftíma.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.