18.12.2011 | 19:27
Jóladagatal Soffíu - 6 dagar til jóla
Jóladagatal...6
Mér finnst ómissandi að baka Biscotti fyrir jólin. Þær eru ómótstæðilegar með te eða kaffibolla...eða hverju sem er og einar og sér. Þær að minnsta kosti hverfa stuttu eftir að ég baka þær. ÞEss vegna er best að baka þær þegar það er mjög stutt til jóla svo maður geti gætt sér á þeim á jólum.
Hér er ein af mínum uppáhalds Biscotti uppskriftum.
Biscotti með heslihnetum og möndlum
- 100 g heslihnetur (ég notaði muldar)
- 100 g möndlur (flögur eða heilar)
- 120 g 70% súkkulaði
- 210 g púðursykur
- 230 g hveiti
- 30 g Kókó
- 4 g Instant espresso duft (má sleppa)
- 1 tsk matarsódi
- 1/4 tsk salt
- 3 stór egg
- 1 1/2 tsk vanilludropar
Hitið ofn í 150 °c
Skerið niður súkkulaði og blandið því saman við púðursykur í mixer þar til súkkulaðið er orðið smátt (púðurkennt)
Sigtið saman hveiti, kókó, expressó dufti, matarsóda og salti
þeytið egg og vanilludropa í matvinnsluvél eða með handþeytara. Blandið því við hveiti og púðursykurs blönduna.
Bætið hnetunum við og blandið vel saman,
Stráið hveiti á flöt og búið til tvo pulsulaga drumba úr deiginu. (u.þ.b 25 cm langa og 5 cm í þvermál). Setjið þá á bökunarpappír á plötu og bakið í 35-40 mínútur.
Takið úr ofni og látið kólna í 10 mínútur. Skerið í 2 cm sneiðar (eins og þið væruð að skera brauðsneiðar) og leggið þær aftur á plötuna og bakið á sitthvorri hliðinni í 15 mín á hvorri hlið.
Kælið á grind
Fyrri færslur jóladagatalsins...
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.