Jóladagatal Soffíu - 7 dagar til jóla og kínverskar pönnukökur

...Vika!

Það er gaman að kíkja á mismunandi hefðir varðandi jólamat á milli landa.  Á Wikipedia getur maður nálgast lista yfir hin ýmsu lönd og matarhefðir þeirra yfir hátíðar.

Það er skondið að sjá hefðina í Japan.  En þar er KFC fried Chicken jólaréttur hjá þeim og þarna er talað um að það þurfi að leggja inn pöntun, hjá KFC, allt að tveim mánuðum fyrir jól.  Merkilegt.

Þarna má meðal annars finna Ísland og þar stendur:

Það gæti verið skemmtilegt í næsta matarboði yfir jólin að taka fyrir eitt land elda nokkra þjóðarrétti þeirra í anda jólanna.  Eða hver og einn gestur kemur með einn frá landi að eigin vali.  Nú eða vera með kökuboð og vera með sætabrauð frá ýmsum löndum...

Á þessum alþjóðlegu nótum verð ég að minnast á að ég eldaði kínverskt um daginn og bauð vinum í mat.  Matseldin heppnaðist sérlega vel.

Ég var með Kjúkling með cashew hnetum, Anís kjúklingabita og kínverskar pönnukökur.

Kínverskar pönnukökur eru frábærar.  Það er ekki mikið mál að gera þær sjálfur.  Þar sem þær eru eldaðar á mjög lágum hita kemur engin reykbræla í eldhúsið.

mandarin

Kínverskar pönnukökur

  • 2 bollar hveiti
  • 1 bolli sjóðandi vatn (kannski ögn meira)
  • Sesame olía (eða matarolía) sem er notuð til að dýfa í, en ekki blandað við deigið!

Hrærið saman hveiti og vatni, hnoðið vel saman svo úr verði silkimjúkt deig.  Ég geri þetta í höndunum, tekur ekki langa stund og deigið er fljótt að kólna, ég byrja á að hræra saman með gaffli.

Geymið deigið undir plasti í hálftíma.

mandarin

Skiptið deiginu í um 16 kúlur.  Þetta gerði ég með því að skipta einni kúlu í fjóra parta.  Og svo hverjum parti í aðra fjóra.

Takið eina af þessum 16 kúlum og skiptið henni í tvennt og rúllið í tvær kúlur, dýfið annarri kúlunni í smá olíu og leggið hina kúluna ofan á og þrýstið saman.  Rúllið þunnt út með kefli.

Eldið á pönnu við mjög lágan hita, svona 4-5.  Það tekur um eina mín á hvorri hlið.

Þegar þið takið kökuna af pönnunni kljúfið hana þá í tvennt.  Það er mjög auðvelt þar sem olían á milli heldur þeim í sundur.

Geymið þær kökur sem eru tilbúnar undir gleri, plasti eða rökum klút.

Ég horfi meðal annars á þetta myndbandtil að fá tilfinningu fyrir þessu.  Annars er hægt að google-a mandarin pancakes til að fræðast betur um þessar pönnukökur.

Þessar pönnukökur eru mjög góðar með "Peking duck" eða þessum rétti hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband