9.12.2011 | 23:04
Jóladagatal Soffíu - 15 dagar til jóla
Jóladagatal...15
Þetta gæti verið skemmtilegt föndur með krökkunum. Það þarf ekki að kosta mikið að gera svona stjörnu. Þessa stjörnu fann ég hér.
Ég hugsa alltaf um það þegar ég hendi klósettrúllum hvort ég ætti að setja þær í "föndur safnið" sem samanstendur af örfáum eggjabökkum og nokkrum glimmerlímtúbum sem ég var að kaupa, en það stendur til að stækka safnið. Ég mun að minnsta kosti safna klósettrúllunum eitthvað fram að jólum og sjá svo til hvernig gengur á þær.
Ég meir að segja rakst á leiðbeiningar hér þar sem maður getur búið til sitt eigið glimmer úr salti. Ef það virkar vel þá gæti það sparað einhverja aura. Þið finnið leiðbeiningarnar neðst á síðunni til hægri undir Non Toxic Glitter. Til að gera svona glimmer þarf bara bökunarplötu, álpappír, salt og matarlit. Hljómar einfalt...
Fyrri færslur jóladagatalsins...
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.