5.12.2011 | 21:51
Jóladagatal Soffíu - 19 dagar til jóla og myntu dressing
JÓLADAGATAL...19
Ef þið bakið amerískar pönnukökur í morgunmat fyrir krakkana þá má nota piparkökumót til að skera þær út. Ég skar þær út eins og jólatré og smá mætti nota hugmyndaflugið til að skreyta þær, t.d bláber eða önnur ber smátt skorin. (Afskurðurinn fór svo ofan í mig)
Svo má nota piparkökumótin til að skera út brauðsneiðar, melónur, eplasneiðar og ýmislegt fleira.
Ég veit ekki hvort það er út af því að það eru að koma jól eða hvort þetta er tilviljun en ég er farin að nota ansi mikið af jólalegu litasamsetningunni rauðu og grænu í matargerðina. Áðan var Rib eye steik í matinn. Ég ákvað að vera með nýjung og gera myntu dressingu til að setja ofan á steikina.
Það smakkaðist ágætlega. Ég er bara svo vanaföst þegar kemur að steik að ég vil helst ekkert nema pipar, og nóg af honum. En dressingin var fersk og mjög góð og væri alveg frábær með góðum fiski.
Myntudressing
- Ein lúka fersk mynta
- Ferskur rauður chile (magn fer eftir styrk piparsins, ég notaði hálfan)
- 2-3 geirar hvítlaukur
- Safi úr hálfri sítrónu
- 2 msk ólífuolía
- smá salt og pipar
Saxið myntuna smátt, skerið piparinn mjög smátt ásamt hvítlauk. Blandið öllu vel saman.
Fyrri færslur jóladagatalsins
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.