27.11.2011 | 11:09
Einfalt brauð og blessuð börnin sem koma með jólaskapið
Fyrsti í aðventu, yndislega jólalegt úti og loksins get ég farið að setja upp jólaljósin, farið að taka jólabaksturinn alvarlega og yfir höfuð farið að sinna öll því sem við kemur jólum, ég ætla að vera extra jólaleg í ár og er búin að safna í föndur og allt.
Það er af sem áður var, því það má með sanni segja að það er önnur stemmning þegar maður er komin með barn. Nú er fátt skemmtilegra en að baka smákökur, jólaföndrað, horfa á jólalegar teiknimyndir, fá sér heitt kakó með rjóma eftir að hafa eytt deginum í að búa til snjókarl og fara á sleða (og fara í húsdýragarðinn....sem að öllu jöfnu hefði aldrei hvarflað að mér að gera).
Hér áður fyrr voru jólin svona:
Á 3ja glasi einhvertíma fyrir jólin var keyptur miði til Frakklands og tveim dögum síðar var maður lentur og farin að gæða sér á fois gras, dýrindis rauðvínum, dásamlegum pulsu og ostadiskum í 3 vikur yfir jól og áramót.
Gleðileg jól í Frakklandi
Eða þessum hátíðisdögum var eytt með vinum í Tékklandi þar sem gengið var um allar fallegu göturnar í Prag á milli þess sem maður fékk sér gin og tonic og tékkneskan bud ásamt því að heimsækja sjálfa verksmiðjuna til að gæða sér á þessum guðaveigum beint af kúnni.
Aðfangadegi var eitt sinn eitt í Kristjaníu með öllum þeim sem höfðu ekki efni á mat á jólum, áttu engan að eða bara vildu góðan mat og félagsskap voru velkomnir. Hápunkturinn var þegar Olsen bræður mættu á svið og tóku Fly on the wings of love....what not to love about that???
Spánn, Danmörk, Kanada, Tékkland, Frakkland, England....jólunum hefur verið eitt víða um heim og alltaf verið jólalegt og ótrúlega gaman. Já, það er af sem áður var en það alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og í mínu tilfelli er það nýjung að fara í húsdýragarðinn, baka smákökur og skeppa á Austurvöll og horfa á jólatréð í allri sinni dýrð.
Jæja, það á að gefa börnum brauð.
Mér finnst brauð með allskonar kornum og fræjum svo gott. Þetta brauð er svolítið þétt í sér, en það er allt í lagi ef það er borið fram nýbakað þannig að smjörið bráðni á því.
Hér er ekkert ger og ég blandaði hráefninu létt saman í kitchen aid, það er samt ekkert mál að gera þetta í höndum, því það þarf alls ekki að hnoða mikið, bara rétt nóg til að blanda öllu vel saman.
Það stóð til að búa til súpu og bera fram brauðið með henni sm kvöldmat, en það var svo gott svona nýkomið úr ofninum að það kláraðist samstundis.
Kornbollur
- 1 dl hafrar
- 2 dl spelt (eða hveiti eða heilhveiti)
- 2 dl fræ (Ég notaði sólblómafræ, 5 kornablöndu og sesame fræ)
- 1tsk lyftiduft
- 3 msk sýróp
- 2 tsk salt
- 2 dl vatn (eða eftir þörfum)
Öllu hnoðað saman, gerið bollur eða mótið í hleif.
Ég gerði bollur, bakaði þær við 200°c í ca 20 mín.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 5.12.2011 kl. 13:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.