Kjúklingabitar með cashew hnetum og indverskum kryddum

Ég á stundum kjúklingabita í frysti, leggir, læri og vængir. Margt gott hægt að gera við það.  Að þessu sinni fór ég út í indverskt þema.

Ég var ekki með uppskrift heldur nýtti það sem til var og spilaði þetta jafnóðum.  Ég átti Cashew hnetur sem mig langaði að nota.  Þannig að það var grunnurinn.

Þetta var mjöööööög mjög bragðgóður réttur.

Indverskur kjúklingaréttur

Indverskur kjúklingaréttur

  • Kjúklingabitar
  • 1 poki cashew hnetur
  • 2-3 msk ólífuolía
  • 1 dós tómatar
  • 1/2 laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • Salt
  • Pipar
  • 1 -2 tsk Durban krydd
  • 3-4 msk sýrður rjómi (eða jógúrt sem ég hefði frekar notað ef það hefði verið til)
  • 3-4 msk smjör

Saltið og piprið kjúklinginn og setjið í eldfast fat.  Eldið í ofni við 200°c í klst eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.  Þetta geri ég því stundum vil ég ekki það sem lekur úr kjúklingnum í réttinn. 

Allt nema kjúkling og smjör setti ég í matvinnsluvél og maukaði í sósu.  Sósuna setti ég á pönnu og hitaði hana upp, setti kjúklinginn út í og lét malla á meðan ég gerði hrísgrjón og naan.  Í lokin bætti ég við smjöri í sósuna og hrærði því saman þar til það bráðnaði.

Naan brauðið var afgangur af pizzadeigi, flatt út og steikt á pönnu.  Annað meðlæti var hrísgrjón, mangó chutney og agúrkusalat, svo er alltaf gott að hafa Raita.

Þetta er kryddið sem ég notaði, fékk það í Nóatúni einhvertíma.  Það má nota hvaða indverska krydd í þennan rétt.  Bara það sem ykkur finnst gott.

durban curry

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband