Basil pestó með möndlum - frábært á pizzuna með mossarella og tómötum.

Flestar basil  pestó uppskriftir sem ég hef séð  innihalda furuhnetur.  Þær átti ég ekki til en ég átti möndlur og úr varð virkilega gott basil pestó.

basil pestó

Basil pestó

  • Möndlur (ca 150 g)
  • 4 stórar lúkur fersk basilíka
  • 1-2 hvítlauksrif
  • Ferskur rifinn parmesan ostur (1-2 dl)
  • 1 tsk salt
  • Ólífuolía (6 msk eða svo)
  • 1 tómatur

Allt maukað í blender eða matvinnsluvél.  Gott að byrja á möndlunum og olíu og mauka það saman, svo basil og rest.

pizza með basil pesto

Ég smurði pestóinu á pizza botn og setti ofan á það ferskan mossarella og tómata. Frábært kombó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband