Krækiberjasafi

Ég ætlaði nú að vera búin að skrifa um tilraunir mínar við að gera krækiberjasafa. Þar sem ég bý í götu sem kennd er við ber og landið þakið krækiberjum þá er ég dugleg við að tína þau með haustinu og enda með ansi mörg kíló af krækiberjum.

Ég vildi bara fá safann frá ferskum berjunum og ekki bæta neinu út í.  Ég maukaði þau á þrjá vegu til að sjá hvað væri fljótlegast og besta nýtnin.

Fyrst prófaði ég djúser sem maður festir á Kitchen aid, mjög seinlegt, en virkar vel.

Svo setti ég þau í djúser, fékk næstum helmingi minna magn þannig.

Að lokum skellti ég lúku í blender með smá vatni og maukaði, bætti svo við enn fleiri berjum og maukaði.  Fljótlegt og fékk helling af safa þannig.  Ég sigtaði bara frá hýðið af berjunum.

krækiberjasafi

Þannig að besta aðferðin var að skella þessu í blenderinn.  Svo setti ég næsta skammt af berjum í blender með ausu af krækiberjadjúsinu sem ég gerði fyrst.  Þannig að það fór bara smá vatn þegar ég maukaði fyrsta skammtinn. 

Svo frysti ég þetta í litlum formum og klakaboxum og skelli 1-2 klökum í smoothie-inn minn á morgnana.  Hollusta í hverjum sopa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband