25.10.2011 | 10:51
Empañadas
Empañadas er mjög vinsælt í Suður Ameríku. Þar eru þeir með ýmsar fyllingar, meðal annars kartöflur, nautahakk, ost, grænmeti, ávexti og fleira.
Harðsoðið egg er líka mjög algengt í fyllinguna.
Ég ákvað að setja hálfgert chile con carne í mínar Empañadas, guggnaði á að setja harðsoðna eggið, prófa það síðar.
Á Wikipedia er góður fróðleikur um Empañadas.
Empañadas með nautahakki
Deig
- 4 bollar hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 2 tsk salt
- 1/2 bolli smjör, skorið í litla bita
- 1 bolli kalt vatn
- 1 egg, hrært með msk af vatni
Blandið öllu saman nema egginu. Hrærið vel í hrærivel. Rúllið deiginu út í litlar þunnar kökur, ca 10-12 cm í þvermál.
Hrærið eggið með vatni rétt áður en þið setjið Empañadas í ofninn, því þá penslið þið þau með egginu.
Fyllingin
- Nautahakk (ca 700 g)
- Vorlaukur
- Hvítlaukur, smátt skorin
- Paprika, smátt skorin
- Salt og pipar
- 1 dós Chili beans frá Eden
- Ferskt kóríander
Steikið hakk, papriku og lauk á pönnu, bætið við baunum og kryddi. Setjið 1-2 msk af hakki á hverja köku. Lokið henni og klemmið endanum saman með gaffli.
Hlutföll af grænmeti og kryddi er barasta eftir smekk. 1 paprika og 1 lítill laukur t.d.
Bakið í ofni við 200°c í korter eða þar til þær eru gullinbrúnar.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.