19.10.2011 | 14:45
Lífrænt smjör og afgangur af risotto og kjúklingnum
Það varð afgangur af kjúklingnum og risotto sem kom sér vel þegar við skelltum í lunch með nágrönnunum okkar á næsta bæ. Ekki smakkaðist þetta verra svona upphitað daginn eftir, þetta var dásamlega gott.
Rífið kjúklinginn og steikið á pönnu, bætið risottoinu við kjúklinginn og hitið. Berið fram með nýbökuðu brauði og bjóðið vinum yfir í léttan lunch.
Í Maður lifandi fæst svakalega gott smjör. Þetta er lífrænt smjör frá bændum hér í sveitinni.
Og ef þið viljið skella ykkur á opnun hjá mér á morgun milli 5-7 þá má lesa nánar um sýninguna hér.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.