28.10.2011 | 14:10
Morgunverður morgundagsins? Huevos rancheros - besti morgunmatur í heimi og egg elduð í muffinsformi í ofni
Svartar baunir, egg, guacamole, maístortilla, tómatsalsa, ferskur mossarella. Næst þegar þið gerið brunch þá mæli ég með Huevos rancheros! Allavegana mitt uppáhald, og slatti af jalapeno og fersku kóríander.
Farið nú og finnið einhverja góða vini eða fjölskyldumeðlimi og bjóðið þeim í Huevos ranchers um helgina. :)
Ferskt, ferskt, ferskt! Svo þetta smakkist sem best þá verðið þið að nota ferskt kóríander, ferska heimagerða salsa, ferskt heimagert guacamole og heimagerðar nýsteiktar tortillur.
Huevos rancheros
- Svartar baunir, steiktar með góðgæti
- Tómat salsa
- Egg
- Mossarella, ferskur
- Guacamole eða bara avacado
- maís tortillur
- fullt af fersku kóríander
Ég geri lítið annað en að stappa avacado gróft og salta hann vel. Stundum set ég smá ferskt kóríander
Svartar baunir eru lykilatriði í Huevos rancheros.
- Svartar baunir, í dós eða soðnar
- græn paprika, smátt skorin
- Laukur, smátt skorinn
- Salt og pipar
- Ferskt kóríander
- Hvítlaukur, 2-3 rif pressuð
- Ferskur jalapeno, smátt skorinn
- Gott mexíkóskt krydd. Ég nota helst chilpotle í adobo sósu, og svo á ég líka þurrkað "smoked chilpotle" krydd. Það er líka hægt að nota taco eða burritos krydd.
Grænmetið skorið og allt steikt á pönnu í góðri olíu.
Ekki má gleyma eggjunum. Það er sniðugt að baka eggin í muffinsformi í ofni ef maður þarf að elda mörg egg í einu. Hafið ofninn á 190°c og fylgist vel með þeim, sérstaklega ef þið viljið ekki ofelda rauðuna.
Best, best, best BEST af öllu er tortillur úr masa harina hveiti, maíshveiti. Ég heyrði að hugsanlega er hægt að kaupa Masa harina í austurlensku búðinni á suðurlandsbrauð, en hef ekki tékkað á því sjálf.
En ef þið getið ekki nálgast masa harina þá getið þið bara gert venjulegar hveititortillur og þurrsteikt á pönnu eða steikt upp úr olíu. (Og þá má líka kaupa tortillur út í búð ef í hart fer :)
- Masa harina hveiti
- Volgt vatn
- Smá salt
Setjið eitthvað magn af hveiti í skál, t.d 2 dl og smá salt. Bætið við volgu vatni eftir þörfum, ca 1 dl og hrærir saman þar til þið erum komin með mjúkt deig, það má vera svolítið blautt. Búið til nokkrar kúlur á stærð við golfkúlu og fletjið þær út með því að leggja nestispoka sitthvorum megin við kúluna og þrýsta flötum diski eða skurðarbretti ofan á þær. Steikið á pönnu í mikilli olíu á báðum hliðum, ca 1 mín á hvorri hlið.
Ef maður er á annað borð að gera huevos rancheros þá er nauðsynlegt að gera heimalagaða salsasósu. Hún er svo miklu ferskari.
- Tómatar, smátt skornir
- Hvítur laukur, smátt skorinn
- Ólífuolía
- Ferskur eða niðursoðinn jalapeno, smátt skorinn
- Ferskt kóríander, smátt skorið
- Salt og pipar
Blandið öllu saman í skál. Það er hægt að sleppa jalapeno ef þið viljið hafa hana milda. Það er lykilatriði að vera með ferskt kóríander. Einnig væri hægt að merja smá hvítlauk út í.
Ég bið spænskumælandi lesendur afsökunar á að ég nenni ekki að finna rétta n-ið í jalapeno...þrátt fyrir að það meir að segja böggi mig doldið og taki enga stund laga þetta :)
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Alltaf jafn girnilegt að lesa bloggin þín, og alltaf fara garnirnar að gaula. Ég hjó eftir því að þú segist salta avocado þegar þú gerir guacamole. Ég set aftur á móti alltaf lime-safa saman við (stundum sítrónusafa ef ég á ekki lime) og einhvers staðar heyrði ég að þannig gerðu mexíkóskar húsmæður þetta. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það. En ég verð að prófa þína brunch-útgáfu við tækifæri til tilbreytingar, það er algerlega deginum ljósara!
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.