Bruschetta þar sem nostrað er við tómatana.

Til að fá sem besta bragð út úr tómötunum þá er um að gera að taka af þeim hýðið og kjarnahreinsa þá.

Ég gerði baguette með tómötum um daginn með þessari aðferð og það bragðaðist einstaklega vel.

bruschetta

Bruschetta með kirsuberjatómötum og mossarella

  • Sneitt baguette
  • Kirsuberjatómatar
  • Ferskur mossarella
  • Ólífuolía
  • Smátt sneitt hvítlauksrif
  • Salt og pipar

tómatar

Svona er auðveldast að ná hýðinu af: Skerið kross í tómatana að ofanverðu (þar sem stilkurinn var).  Setjið í sjóðandi vatn í 20 sek eða svo.  Skellið þeim í ískalt vatn til að stöðva suðuna.  Fjarlægið hýðið.

Skerið þá til helminga og kjarnahreinsið en passið að þeir haldi forminu. 

Setjið flís af hvítlauk í hvern helming, dreypið yfir með ólífuolíu og bakið í ofni á 100°c í 2 klst. 

Hækkið þá ofnhitann í 200°c og takið tómatana út. 

Setjið niðurskorið snittubrauð á grind, dreypið yfir það ólífuolíu og inn í ofn í nokkrar mín.

Setjið sneið af ferskum mossarella í hvern tómathelming. 

Setjið 1 -2 tómathelminga á hverja baguett snittu og smátt skorna ferska basil.

Saltið og piprið. 

Hitið í ofni þar til osturinn bráðnar.

Tómatar, mossarella og basil er svo yndislega góð samsetning!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband