4.8.2011 | 15:53
Rúgmjölsbrauð
Ég er með brauðbökunaræði, hef ekki keypt brauð í háa herrans tíð. Ég baka allt sjálf, rúgbrauðið, flatkökurnar, pizzunar, píturnar, tortillurnar, naanbrauðið, kornbrauðið, beyglurnar, rúgmjölsbrauð...
Rúgmjölsbrauð
1 bolli er 2,4 dl.
- 1 1/2 msk þurrger
- 1/2 bolli volgt vatn
- 1 msk sykur
- 1/2 bolli púðursykur hrærður upp í 1/2 bolla af vatni
- 1/2 bolli volgt vatn
- 1 msk salt
- 2 msk matarolía
- 2 bolla rúgmjöl
- 2-3 bolla hveiti
- 1/2 bolli sólblómafræ
Svo getið þið bætt við hvaða fræjum sem er eða alveg sleppt þeim.
- Hitið ofn í 200°c.
- Látið gerið freyða í 1/2 bolla af volgu vatni ásamt sykri (tekur um 5 mín).
- Bætið við 1/2 bolla af volgu vatni út í gerblönduna ásamt púðursykri sem var leystur upp með vatni, salti, olíu og rúðmjöli.
- Hrærið vel saman.
- Bætið við hveiti smám saman þar til þið eruð komin með gott mjúkt deig og ekki klístrað.
- Leyfið deigi að hefast í skál undir rökum klút eða plasti í klst eða þar til það hefur tvöfaldast.
- Sláið deigið niður og hnoð'ið saman við það sólblómafræjum.
- Skiptið deiginu í tvennt og mótið úr því tvo brauðhleyfa.
- Leggið þá á smjörpappír á bökunarplötu undir rökum klút og leyfið því að hefast í hálftíma klst.
- Bakið í 30 mín við 200°c.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.