Súkkulaðikaka með rauðbeðum og smá föstudagsfjör

Halló, halló. Það eru komnir nokkrir dagar síðan ég setti inn uppskrift hér en færslurnar hlaðast upp í hausnum á mér. Ég punkta þetta svo hjá mér í tölvunni og er komin með helling af skemmtilegheitum og ég veit ekki hvar ég á að byrja. Svo hef ég verið að vafra netið og er komin með slatta af uppskriftum sem mig langar til að prófa.

Föstudagsfjör

Tónlistin: Wilco og Feist

Vefsíðan: Fullt af videóum um mat...

Uppskrift frá blogginu mínu fyrir ári síðan.

Uppskrift frá blogginu mínu fyrir tveim árum síðan.

Vínið: Ég keypti kassavín um daginn, það var bara aldeilis ágætt.  Era, Sangiovese, frá ítalíu.

___

Og áfram heldur baksturinn. Mig hefur lengi langað að prófa að setja soðnar rauðbeður í súkkulaðiköku, lét loksins verða af því og viti menn. Það er mjög gott!

 

red velvet

 

Red velvet kaka er lituð með rauðbeðum eða eins og flestar uppskriftir segja til um,  rauðum matarlit.   Hér er ein girnileg uppskrift með rauðbeðum.

 

Og svona er sama uppskrift, um það bil, á íslensku:

 

Nokkurskonar “Red Velvet” muffins með rauðbeðum

  • 3/4 bolli vel maukaðar rauðbeður (setti þær í matvinnsluvél)
  • 1/2 bolli olía
  • 1/2 bolli mjólk
  • 3 msk AB mjólk eða hrein jógúrt
  • 2 egg
  • 3/4 bolli hveiti (3/4 skv uppskrift en ég notaði eitthvað meir en það)
  • 2/3 bolli sykur
  • 1/2 bolli kókó
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/4 tsk salt

Hitið ofn í 200°c. Setjið allt ofantalið í hrærivél og hrærið vel saman. Setjið í kökuform eða muffinsform.

Bakið í u.þ.b 25 mín.

Kælið og setjið á hana krem að eigin vali, t.d krem úr rjómaosti eins og ég notaði á makkarónurnar í færslunni hér á undan eða eitthvað gott súkkulaðikrem eins og t.d ganache...

Góða helgi.  Skemmtið ykkur vel yfir mat og drykk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband