11.7.2011 | 20:24
Brownies
Ég er ekki mikill bakari en ákvað að skella í Brownies því það fer svo vel með ísnum sem ég talaði um í færslunni hér á undan.
Þessa uppskrift fann ég á netinu og hún er víst frá gaurunum sem eiga Baked. Þetta var fín uppskrift.
BROWNIES
Uppskriftin er mæld í bollum, en 1 bolli er 2,4 dl.
- 1 1/4 bolli hveiti
- 1 tsk salt
- 2 msk dökkt kakó
- 120 g dökkt súkkulaði
- 1 bolli ósaltað smjör
- 1 tsk instant espresso duft (má sleppa)
- 1 1/2 bolli sykur
- 1/2 bolli púðursykur
- 5 egg, við stofuhita
- 2 tsk vanilludropar
Hitið ofinn í 180°c. Smyrjið skúffukökuform ( 9x13 tommur eða 23 x 30 cm)
Hrærið saman hveiti, salti og kakói.
Bræðið saman súkkulaði og smjöri, ásamt espresso dufti í vatnsbaði þar til það er bráðnað. Bætið við sykrinum. Nú ætti blandan að vera við stofuhita.
Bætið við 3 eggjum í súkkulaðið og hrærið vel saman. Bætið við rest af eggjum og hrærið saman. Setjið vanilludropana út í. Passið ykkur nú að hræra deigið ekki of mikið.
Blandið hveiti mixinu við súkkulaðiblönduna, notið til þess sleif, blandið þessu varlega saman.
Setjið í form og bakið í miðjum ofni í u.þ.b 30 mín. Snúið forminu í 180°á miðjum bökunartíma til að fá jafnan bakstur.
Skerið í ferninga og geymið í loftþéttum umbúðum, þessi kaka geymist í um 3 daga í kæli.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt 17.7.2011 kl. 22:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.