Hvað er hægt að gera við 21 kg af rabarbara?

Þá er ég búin að ná í “smá” rabarbara. Ég og nágranninn sóttum nokkra stilka sem við skárum niður og gengum frá í frysti og þegar uppi var staðið vorum við með 21 kg.

rabarbari1

rabarbari2

Þá er bara að ráðast í það að finna skemmtilegar rabarbara uppskrifir til að nýta þetta c vítamín og járnríka grænmeti.

aflinn

Aflinn kominn í hús.

Ég leyfi ykkur svo að fylgjast með hvað verður úr þessum frábæra rabarbara.

 

En hér er einfaldur réttur sem ég gerði því ég varð að nota spínatið sem ég átti inní ísskáp.

 

Wok the line

  • 2-3 lúkur spínat
  • lúka af kasjúhnetum
  • humar ..eða rækjur
  • 2-3 rif hvítlaukur
  • 2-3 tsk rifinn ferskur engifer
  • Sweet thai chile sósa, 1-2 msk
  • 1 msk soya sósa
  • 1 epli smátt skorið í teninga
  • 1 lúka sesame fræ
  • smá olia til steikingar

 

Steikið hvítlauk og spínat á pönnu (helst wok) í smá stund.  Bætið restinni saman við og látið malla þar til humarinn (eða rækjurnar) er eldaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband