17.6.2011 | 12:02
Föstudagsfjör
Tónlist vikunnar er lag með boxaranum knáa,Oscar de la Hoya, svona í tilefni 17. júní. Myndbandið er ekki síðra en lagið, if you get what I mean...en ég verð nú að segja að mér finnst skemmtilegra að horfa á hann í hringnum, þó svo að ég elski þessa á hlið á honum líka, hvernig er það ekki hægt!
Uppskrift vikunnar er uppskrift síðustu færslu, eða smokkfisksamloka. Og þá líka sósan sem er á henni. Ég gerði hana aftur um daginn og bar hana þá fram með lambaborgara, ekki var það verra.
Vefsíða vikunnar er koolandkreativ. Það er íslensk kona sem heldur úti þessari síðu og hver einasta færsla er eftir mínu höfði, þannig að hún er sem sagt mjöööög smekkleg :)
Vín vikunnar er Celeste, Crianza, Torres, 2007 frá Spáni.
Uppskrift af handahófi: Það skemmtilega við uppskriftir af handahófi er að stundum dett ég niður á uppskriftir sem ég hef skrifað fyrir margt löngu og það er gaman að rifja upp það sem ég hef verið að röfla hér áður fyrr. En Svartbaunasúpa varð fyrir valinu að þessu sinni. Ég er sjúk í svartar baunir og borða þær yfirleitt í morgunmat með over easy eggi.
Mynd vikunnar er af þessum rosalega flotta hundi sem varð á vegi mínum í Salamanca á Spáni.
Dog walks into a bar...
Gleðilega hátíð!
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.