Þessi aðferð brýtur aðeins upp á hversdagsleikann þegar spaghetti er á boðstólnum.
Ég er viss um að krakkarnir hefðu gaman að þessu. Þetta er heimilislega útgáfan en það mætti færa þessa hugmynd í sparilegri búning með góðri pulsu og bera fram sem forrétt. Mun þreyfa mig áfram í þeim efnum síðar.
Spaghetti með pulsu og tómatsósu
- Spaghetti
- Pulsur
- Tómatsósa
Skerið pulsurnar í 4 jafna parta (skerið frá endana).
Stingið ósoðnu spagettí í pulsurnar, 4-5 spaghetti í hverja pulsu. Sjóðið þar til spaghettíið er soðið. Berið fram með tómatsósu eða góðri spaghettisósu.
Holla útgáfan gæti verið heilhveiti spaghetti og fitulitlar kjúklingapulsur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Snilli ertu, ég sé allaveganna að Jóhönnu sætu virðist líka þetta vel. Knús xxx
Stella (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 16:24
Tær snilld Soffía
Inga Helgadóttir, 23.5.2011 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.