20.5.2011 | 22:29
Föstudagsfjör á ansi stormasömum föstudegi
Föstudagur heima í firðinum góða, kenndan við Hval. Nágrannar okkar í næsta húsi voru einnig heima í dag og því var slegið til veislu og borðaður saman síðbúinn hádegisverður með rauðvínstári. Ég keypti tómata í gær, græna, gula og svarta. Þannig að úr varð tómatapizza með mossarella.
Vindum okkur í fjörið.
Tónlistin:Ég kann alltaf vel við hana Feist, og þetta lag kemur mér alveg í gírinn.
Uppskrift vikunnar: Þær voru nú ekki margar þessa vikuna en ég get alveg mælt með konfektinu, með eða án marsípans.
Vínið: Beronia vínin hafa sjaldan svikið mig, ég mæli sérstaklega með gran reserva, en crianzan stendur líka alveg fyrir sínu.
Uppskriftin sem valin var að handahófi þessa vikuna er grísalund með mojo marineringu. Það er ekki verra að bera hana fram með í samloku að hætti Kúbubúa
Vefsíðan þessa vikuna er epicurius.com. Ég tala nú ekki um appið sem þeir eru með fyrir Android síma. Ég setti það í símann minn og nota það óspart, óteljandi uppskriftir til að fletta upp í.
Mynd vikunnar er af þessum fallegu tómötum, en það er ekki á hverjum degi sem maður dettur niður á jafn fjölbreytt úrval af tómötum.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.