3.5.2011 | 22:39
Svartar baunir og egg í morgunmat
Á páskamorgun gerði ég morgunverð með mexíkósku yfirbragði. Ég átti chilpotle í adobo sósu, maíshveiti og svartar baunir. Snilldar hráefni. Ég var undir áhrifum Huevos rancheros og notaði það sem til var í kofanum. Nema það að ég þurfti að stela tveimur eggjum frá hænsnabóndanum á næsta bæ. Ég vona að hann lesi ekki þessa færslu... :D
Ég mæli með því að þið prófið að fá ykkur svartar baunir með eggi einn morgunin þegar þið hafið tíma til að dunda við morgunverðinn. Þið getið t.d fylgt þessari uppskrift en sleppt chilpotle piparnum og notað venjulegan chili eða chilikrydd í staðin eða sleppt chili ef þið viljið ekki mjög sterkan mat.
Mér finnst líka mjög gott að hita baunirnar (úr dós) einar og sér og borða með tortilla og eggi, það sem sagt þarf ekki að steikja þær með fullt af gumsi en það er líka gott, um að gera að þreyfa sig áfram með því sem manni finnst gott.
Svartar baunir með chilpotle
- 1 dós svartar baunir
- 1 chilpotle í adobo sósu (það er hægt að panta svoleiðis á netinu)
- Græn paprika
- Laukur
- Hvítlaukur
- Salt
- Smjör
- 2-3 msk tómatar eða tómatsósa í dós, ég notaði crushed tomatoes frá Eden
Bræðið smjör, svitið græna papriku, lauk og hvítlauk. Bætið við smátt skornum chilpotle pipar og dósatómatsósunni. Hrærið saman. Bætið við svörtu baununum, annað hvort soðnum eða tilbúnum úr dós. Saltið eftir smekk.
Ef þið eigið ekki chilpotle þá má nota hvaða chile sem er í staðin, en það góða við chilpotle er að það er rosalega gott reykt bragð af honum.
Maískökur
- Maíshveiti
- Vatn
- Hveiti
Hnoðað saman, flatt út og steikt á pönnu eins og ég hef áður sagt frá.
Salsa
- Tómatar
- Laukur
- Græn paprika
- Jalapeno, niðursoðinn
- Salt
- Pipar
Skerið allt smátt og blandið vel saman. (Ef þið eigið ferskt kóríander þá er það nú ekki verra)
Egg
- Egg
- Salt
Eldið eggin eins og ykkur finnst best, mér finnst over easy must með þessum rétt en ég skramblaði þau reyndar í þetta sinn.
Daginn eftir hafði ég afganga af baununum og steikti eggið. Þá prófaði ég líka að setja baunir í hrísgrjónapappír sem ég svo steikti, mér fannst það ekki jafn gott og að hafa þær bara lausar on the side, en alltaf gaman að prófa sig áfram.
Ef þið viljið lesa ykkur til frekar um Huevos rancheros þá er um að gera að gúgla það, Huevos rancheros. Ég mæli með þvi.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.