Kræklingur, nýtíndur og spriklandi ferskur

Á föstudeginum fórum við í sveitina og byrjuðum á því að týna krækling. Nóg var til af honum í fjörunni. Þetta var hin besta skemmtun, góð hreyfing, hressileg útivera og síðast en ekki síst fullur poki af fersku hráefni.

kræklingatínsla

Kærastinn úti að tína krækling í poka

 

Ég eldaði kræklinginn að þessu sinni svona...

kræklingur

 

Kræklingur í hvítvínssósu

 

  • Nokkrar lúkur af kræklingi
  • Dágóð skvetta af hvítvíni
  • Laukur
  • Græn paprika
  • Tómatur
  • Hvítlaukur
  • Salt
  • Pipar
  • Fersk steinselja
  • Smjör
  • Smá Dijon sinnep

 

Bræðið smjör. Svitið lauk, hvítlauk, papriku og svo tómata. Bætið við hvítvíni, eins mikið og þarf til að fá gott soð miðað við magn af kræklingi og smakkið svo til með salti, pipar og Dijon sinnepi.

Í þessu tilviki þá sauð ég kræklinginn í smá vatni í öðrum potti og setti hann svo í hvítvínssoðið eftir á því það var svolítill sandur sem fylgdi honum. Vatnið þarf ekki að fljóta yfir kræklinginn heldur lokaði ég pottinum þannig að hann gufusauð einnig og veiddi hann svo upp úr pottinum og setti í hvítvínssoðið.

 

Berið fram með góðu brauði sem hægt er að drekkja í soðinu.. Ég átti ekki brauð þannig að ég sauð kartöflur, stappaði þær með hveiti og smá vatni og salti og steikti á pönnu, einhverskonar kartöfluklattabrauð. Það var mjög gott. Ég ætlaði að djúpsteikja kartöflurnar og hafa með að Belgískum sið en svo nennti ég ekki að djúpsteikja þannig að ég ákvað að gera klatta, kartöflurnar fara mjög vel með krækling.

Einnig bar ég fram með kræklingnum ferskan lime. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband