26.4.2011 | 15:15
Fimm daga veisla, dagur eitt...
Ég ákvað að versla ekki í páskamatinn þetta árið. Venjuleg ferð í matvörubúð kostar mig alltaf 15.000 kall plús þannig að ég hefði eflaust endað með 25.000 kr matarinnkaup að miiiinnsta kosti.
Því ákvað ég að kaupa helstu nauðsynjar (7000 kall) og elda úr því sem til væri. Og ekki nóg með það heldur fórum við í sveitina svo það til var var það sem rúmaðist í einum bláum IKEA poka.Ég semsagt gramsaði í eldhússkápunum heima og týndi til það sem mér þótti spennandi og lét það duga.Og hingað til hefur engin soltið, það er búið að vera veisla á hverjum degi síðan á fimmtudag.
Fyrsta daginn okkar í sveitinni fórum við að týna krækling. Úr varð kræklingaveisla tvo daga. Annarsvegar strax eftir að við komum heim úr kræklingatínslu og hinsvegar á laugardagskveldi er við buðum bóndanum og frú af næsta bæ í léttan kvöldverð.
Byrjum á byrjuninni, fimmtudeginum.
Þá var okkur boðið í mat til vina. Þar var nóg til af mat og elduðum við smárétti eftir hentisemi. Þetta er langskemmtilegustu matarboðin sem ég fer í þar sem borið er fram nokkrir smáréttir og hver og einn eldar eins og honum langar úr því sem til. Þetta hentar vel fyrir þá sem hafa gaman að því að elda og langar í smá challenge.
Kjúklingabitar með sesam, sýrópi og soya
Að þessu sinni varð úr 7 rétta veisla með frábærum eftirrétti, sem var þó ekki síðasti rétturinn, eftirréttamilliréttur...
Á boðstólnum var:
- Kjúklingabitar með sesame, sýrópi og soya.
- Nautaframhryggsbiti, létt steiktur á grillpönnu borin fram á baguette með rauðlaukssalsa og klettasalati
- Humar steiktur með sterkri thai chili sósu, kláraður í hvítvínssósu með rjómaosti og vorlauk
- Tikka masala kjúlingur í hrísgrjónapappír með mango chutney og raita
- Lambafille með blómkálssósu og sætri kartöflu.
- Perur í karamellulegi með rjóma og myntu
- Maís tortillameð nautakjöti í Chilpotle Adobo sósu
Og stiklum nú á stóru í þessari upptalningu.
Nautaframhryggsbiti með rauðlaukssalsa
Rauðlaukssalsa
Grillið rauðlauk á grillpönnu (skerið hann þá í fernt t.d ) eða setjið hann heilan í ofn. Skerið smátt og maukið með sýrðum rjóma og salti og pipar.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.