Geðveikt góðar ítalskar kjötbollur, eldaðar úr páskalambinu

Gleðilegt sumar!  Í tilefni páskanna er vel við hæfi að bjóða upp á uppskrift af kjötbollum gerðum úr páskalambi, frábærlega góðum lambavöðva.

Og í framhaldi af síðustu færslu þá höldum við áfram með skrif um ítalskar kjötbollur.  Eins og ég sagði í síðustu færslu þá var ég búin að skrifa svo langa færslu um kjötbollur að slefið var farið að leka niður munnvikin. 

Það átti svo skemmtilega til að ég hafði fjárfest í fjarska fallegum lambavöðva sem gat ekki verið annað en stórfenglegur í kjötbollur.

Þannig að ég skellti honum í kitchen aid hakkarann minn, með grófari stillinguna og einhakkaði vöðvann.

Því næst blandaði ég saman við það sitt lítið af allskonar og bjó til úr því kjötbollur.  Ég hafði þær ögn stærri en ég er von eða á stærð við golfkúlu.

ítalskar kjötbollur

Ítalskar kjötbollur

  • 1/2 kg lambavöðvi
  • 2 hvítlauksgeirar
  • Salt
  • Pipar
  • 1 shallot laukur
  • Fersk steinselja, ein lúka
  • Rifinn ferskur Parmasenostur, ca ein lúka
  • 1 egg
  • Lúka af byggflögum

Hlutföllin enn og aftur ekki svo nákvæm, bara fylgja tilfinningunni.  Þessu hrærði ég öllu vel saman, mótaði bollur og steikti þær við vægan hita (5) þar til ég var búin að loka þeim á alla kanta.  Þá setti ég tómata í dós út í, balsamik edik, sýróp, rauðvín og hvítlauk, salt og pipar.

Notið ferskan parmigiano reggiano ost, ekki svona gerfiduft í dollu.

Það er mikilvægt að vera með góða tómata í sósuna, og mér finnst tómatarnir frá Eden mjög góðir, þeir smakkast mjög ferskir og ekkert edik bragð af þeim.  Diced tomatos eru meðal smátt skornir tómatar en  Crushed tomatos frá Eden er mjög maukuð sósa og ég notaði hana hér.

kjötbollur

Ég notaði þessa uppskrift í sósuna.

  • Tómatar í dós
  • Hvítlaukur, 1 rif
  • Agave sýróp 1 msk
  • Balsamic edik, ca 1 msk
  • Salt
  • Pipar
  • Skvetta af rauðvíni

Sauð í 20 - 30 mínútur og bar fram með hægelduðum tómötumog hægelduðum hvítlauk, sem við notuðum til að smyrja á baguettesneiðar.

Bollurnar voru svo góðar að ég ákvað að hafa ekkert pasta eða spagettí með þeim.  Þegar þær voru komnar á diskinn raspaði ég heilan helling af ferskum parmigiano reggiano yfir, það er eiginlega nauðsynlegt, hann fer svo vel með bollunum og sósunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband