18.4.2011 | 16:18
Alinea, svakalega flott matreiðslubók
Ég keypti matreiðslubók út í NY, rosalega flott, algjört listaverk og heitir Alinea, Alinea er veitingastaður í Chicago sem er með 3 michelin stjörnur og kokkurinn þar er þekktur fyrir svokallaða molecular gastronomy
Matreiðslan er ofur metnaðarfull og ég hlakka til að takast á við uppskriftirnar í henni. En fyrst þarf ég að finna út hvað xanthan gum er og hvernig maður notar fljótandi nitrogen.
Inn á milli eru uppskriftir sem ég ætti að ráða við og svo er þetta frábær bók til að fá hugmyndir af skemmtilegum samsetningum og hráefnanotkun og síðast en ekki síst presentation, en útfærslunar á sumum réttum eru vægast sagt magnaðar.
Ég hef fundið nokkrar síður á netinu þar sem fólk hefur eldað allar uppskriftirnar í bókinni og bloggað um það. Ég sé mig nú ekki vera að fara að gera neitt slíkt, en ég mun að sjálfsögðu blogga um það sem ég mun prófa.
Til dæmis þessi gaur, hann er með skemmtilega síðu sem þið getið skoðað hér.
Og að lokum er hér myndband á youtube um veitingastaðinn. Margir myndu eflaust fussa yfir tilgerðinni, en ég hef svo gaman að þessu.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.