Mánudagur? Romm með engifer og myntu

Er mánudagur í þér? Þá mæli ég með þessum, hann hristir vel í manni og er frábær mánudagsdrykkur, sérstaklega í þessu óvorlega veðurfari. Hann er stútfullur af engifer sem er víst svo hollt, ekki er það nú verra.  

Það kannast flestir við Mojito, en hér er hann spæsaður upp með engifer og nóg af því. Það er rosalega gott. Og fyrir þá sem vilja sleppa áfengi þá er það líka hægt, setið þá bara meir af sódavatni...

 engifer drykkur

Mojito með engifer (fyrir 1)

 

  • 1-2 stilkar fersk mynta
  • 2 cm af fínt rifinni ferskri engiferrót
  • 1 tsk sykur 
  • 1 hluti af sódavatni 
  • 1 hluti ferskur lime safi
  • 2 hlutar ljóst romm

 

Merjið myntuna, sykurinn og engifer saman í morteli eða í glasi með skeið ef þið eigið ekki mortel. Blandið saman vökva og bætið myntu-engifers pestóinu við og hrærið vel saman.  (1 hluti getur verið t.d ca 1 skotglas)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband